Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Grásleppuvertíð
Grásleppuvertíðin hjá bolvískum bátum hefur verið góð í ár. Bátsverjarnir á Þóreyju HU tóku myndavélina með sér í róður á dögunum og má hér sjá afraksturinn.
Á útleið undir Stigahlíðinni Með dekkið fullt af grásleppu Grásleppan að mokast inn fyrir Mokveiði
Stund milli stríða hjá Alberti Þór Jónssyni skipstjóra Hásetinn Róbert Anni Gunnarsson sker grásleppuna Páll Guðmundur Ásgeirsson í góðum gír undir Hælavíkurbjargi Farið yfir netin til að þau verði klár fyrir næstu lögn
Róbert Anni Gunnarsson mundar kutann með Hornbjarg í baksýn Páll Guðmundur Ásgeirsson fagnar góðri veiði á Hornvíkinni Albert Þór Jónsson að taka belginn til að geta farið að taka trossuna inn fyrir Róbert Anni Gunnarsson og Albert Þór Jónsson að greiða grásleppuna úr netunum
Það getur komið sér vel að taka grillið með á sjóinn Selurinn Snorri að kíkja í heimsókn :-)
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.