Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Gamalt og gott | 10.11.2011 20:47:51 |
Gamla Heiðrúnin á krabbaveiðum við Rússland

Hlutafélagið Völusteinn, sem var dótturfyrirtæki Einars Guðfinnssonar hf, lét smíða skuttogarinn Heiðrúnu ÍS-4 fyrir sig hjá Skipasmíðastöð M. Bernharðssonar hf á Ísfirði árið 1978. Heiðrúnin var lengi vel gerð út frá Bolungarvík og voru þeir Einar Hálfdánsson og Jón Eggert Sigurgeirsson lengstum skipstjórar á skipinu. Síðar komst skipið í eigu Þorbjörns - Fiskaness hf og hét þá Heiðrún GK og eftir það Ingimundur SH og loks Skúmur HF. Árið 2005 var skipið selt til Rússlands og heitir nú Skumur M-0266 og er gerður út frá Murmansk. Í sumar fréttist af skipinu á krabbaveiðum við Rússland þar sem Bragi Már Valgeirsson náði af skipinu meðfylgjandi mynd. Eins og sjá má er gamla Heiðrúnin nú orðin blá en á meðan skipið var í eigu Einars Guðfinnssonar var það að sjálfsögðu í klassíska græna litnum.

 

 

Meðfylgjandi mynd er fengin af síðu Ingólfs Þorleifssonar (golli.123.is) en myndirnar hér að neðan eru frá Óskari Franz (krusi.123.is) en sú mynd sýnir skipið í höfn í Norður Noregi og úr Sjómannadagsblaðinu en sú mynd sýnir Heiðrúnina í skemmtisiglingu á sjómannadaginn árið 1978.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.