Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Hugrenningar úr Hólshreppi | 8.12.2011 13:22:40 | Benni Sig
Lítum í eigin barm og tökum sameiginlega ábyrgð

Mér langar að vitna í eitt dæmi af mér sjálfum varðandi samfélagsskyldu. Eftir mannfögnuð í Bolungarvík, sem staðið hafði fram á nótt og mikið fjör greinilega verið, er ég að rúnta um bæinn með konu minni þegar ég sé reiðhjól uppá minnisvarða um merka Bolvíkinga, sem einhver hefur eflaust hent þarna uppá í gleðskapnum nóttina áður. Ég var ekki sáttur við þetta uppátæki og var hneikslaður á því að þetta hafði ekki verið fjarlægt. Þannig leið mánudagurinn og þriðjudagurinn þar til það var komið fram á miðvikudag og ég enn að hneykslast á því að enginn skuli nú hafa tekið þetta, bæjarstarfsmenn, eða já bara einhverjir bæjarbúar. Þá segir konan mín við mig hvort mér hafi ekki dottið í hug að fjarlæga hjólið sjálfur, það færi vafalaust minni orka í það en að tuða yfir því að enginn skyldi taka það. Ég stoppaði bílinn með það sama, gekk út og fjarlægði hjólið og setti það snyrtilega upp við félagsheimili bæjarins. Þetta tók mig nákvæmlega 2 mínútur og ég hafði örugglega eytt fleiri klst í að tuða og pirra mig á því að enginn skyldi fjarlægja þetta og viti menn, ég var í hópi þessarra einhverja sem áttu að fjarlægja hjólið en var bara of seinn að fatta það. Það er nefnilega svo að þegar við búum í samfélagi að þá er það skylda okkar að vera virk og ganga í hlutina sjálf, það gerir það enginn fyrir okkur.Ef við viljum ekki vera virkir þátttakendur í samfélagi, eigum við ekki heima í samfélagi.  Benni Sig


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.