Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Hugrenningar úr Hólshreppi | 2.11.2011 21:59:36 | Hjálmar Friðbergsson
Betra göngusumar sumarið 2012

Hjálmar Friðbergsson sendi Víkara vefnum eftirfarandi pistil þar sem hann deilir áhyggjum sínum af ástandi gangstétta og gangstíga í Bolungarvík:

 

Betra göngusumar sumarið 2012

 

Nú kom ég vestur síðastliðið sumar og upplifði bernsku mína aftur vel eins og öll hin sumrin , nema að ég tók þá sérstaklega eftir einu sem ég hafði svosem ekkert spáð í áður...

Ég fann ekki á minni dvöl í Bolungarvík síðastliðið sumar einn  göngustíg sem var ekki það ónýtur að ég treysti að dóttir mín sem var þá ný farinn að labba um, myndi ekki skrika fótur ( detta ).

Hvernig þetta getur gerst...?

Eru tækin sem sjá um mokstur á gangstéttum of þung ?  sem þá valda því að allar gangstéttar eru eins og að labba inní miðri Þórsmörk, sprungur og gígar?

Ég bý í Hafnarfirði og hérna búa ca 20 þús manns og ég hef ekki ennþá rekið mig á það að sjá útúrsprungna, handónýta gangstétt. Kannski er skýringin sú að hérna er ekki mikið um snó og hérna eru notaðir svona míní traktorar, ( svona fyrir þá sem ekki sjá þetta fyrir sér að þá er það svona 1 stk zetor traktor deilt með 2 í stærð ) tæki sem eru ekki mikið þyngri en 1,5- 3 tonn.

S.s í stutta máli..

Dóttir mín er öruggari á gangstéttum Hafnarfjarðar heldur en á gangstéttum Bolungarvíkur .... og mér sem Víkara finnst það eitt og sér alveg stórmerkilegt.

samt ..

Áfram Bolungarvík

Kveðja,

Hjálmar Friðbergsson


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.