Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Hugrenningar úr Hólshreppi | 9.8.2009 | Kristján Jónsson
Hraðþjónusta?

Eins og einhverjum er kunnugt þá hefur Árvakur ákveðið að koma sér vel við EG ættarveldið með því að skaffa undirrituðum og Trausta Salvari atvinnu. Er það nú reyndar ekki slæmur díll þar sem okkur frændunum fellur náttúrulega aldrei verk úr hendi. Á dögunum stóð mikið til því við vorum báðir sendir á knattspyrnuleik í Grafarvoginum. Eru slíkir leikir alla jafna á matmálstímum og þess vegna millilentum við í Árbænum til þess að ná okkur í heilsufæði í Skalla.

Við hliðina á Skalla er efnalaug. Undirritaður hefur staðið í þeirri meiningu að snör handtök skipti nokkru máli í þeim bransa. Auðvitað er forgangsatriði að flíkurnar séu í sömu litum þegar þeim er skilað eftir hreinsun og að þær hafi ekki skroppið saman um nokkur númer. En næst á eftir í goggunarröðinni kemur væntanlega þjónustan. Næmt auga undirritaðs hefur greint að sum staðar eru efnalaugar farnar að bjóða upp á sérstaka hraðþjónustu og þá væntanlega gegn hærra gjaldi. Hefur þróunin að einhverju leyti verið í þessa átt. Undirritaður varð því hvummsa þegar honum var litið á gluggann á efnalauginni. Þar höfðu þessi skilaboð verið límd á rúðuna:

Efnalaug
30 ára þjónusta


Knús knús
Kristján Jónsson

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.