Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 12.3.2010 | Ragna
Þorrablót árið 1996

Hér verður gripið niður í þorrablótsvísur frá árinu 1996 sem ortar eru af Sjöfn Kristinsdóttur og söngur bæjarstjórafrúarinnar fer hér á eftir enda var viðfangsefni blótsins úr Kardimommubænum

 

Já, ég er besta kona

og bæjarstjórafrú

sem hef á eiginmanninum

óbilandi trú.

Hann er svo fjarska duglegur

að fínisera hér.

En bara af gamla vananum

þá sópa ég samt hér.

 

Sem frú í líkri stöðu

þá er það skylda mín

að alltaf vera í tauinu

svo agalega fín.

Ég vona að Kristján sonur minn

verði ekki sár

þá sleppi ég Olísgallanum

í veislunum í ár.

 

Á afmælinu hans Óla

ég kættist, var það von?

Við fórum "Hvíta húsið" í

þarna útí Vosington.

Og er hann verður sjötugur

við förum aftur þá

ef verðum ekki komin í

það "hvíta" niðurfrá.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.