Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 19.1.2010 |
Á þorrablóti 1976

Það þykir við hæfi er líður að þorra að grípa niður í gamlar þorrablótsvísur Jónu Sigurðardóttur en hún orti fjölmargar vísur við hin og þessi tækifæri í denn. Þessar vísur er að finna í vísnasafni Kristnýjar Pálmadóttur.

 

Bolungarvík er bærinn minn

þar bæjarfógetann Barða finn

og blessaðan "Frjálslynda" þingmanninn.

Viðlag:

Bolungarvík, Bolungarvík

bæ engum öðrum er hún lík.

Bolungarvík, Bolungarvík

í Bolungarvík við verðum rík.

 

Við höfum lækni og við höfum prest

og heilsugæslan og á því sést

að enginn þarf hér að deyja úr pest.

Viðlag:
Bolungarvík, Bolungarvík
bæ engum öðrum er hún lík.
Bolungarvík, Bolungarvík
í Bolungarvík við verðum rík.

Við höfum hér líka húsin góð

hér þurfum ekki að kaupa lóð

en aurana leggjum í sparisjóð.

Viðlag:
Bolungarvík, Bolungarvík
bæ engum öðrum er hún lík.
Bolungarvík, Bolungarvík
í Bolungarvík við verðum rík.

Brátt rennur upp sú stóra stund

að Bolvíkingar sér bregða í sund

og brosleitir missa þeir nokkur pund.

Viðlag:
Bolungarvík, Bolungarvík
bæ engum öðrum er hún lík.
Bolungarvík, Bolungarvík
í Bolungarvík við verðum rík.

Fólkið á Vestfjörðunum

flykkist nú hingað í umvörpum

til að versla í búðunum

Viðlag:
Bolungarvík, Bolungarvík
bæ engum öðrum er hún lík.
Bolungarvík, Bolungarvík
í Bolungarvík við verðum rík.

Hér byggð var í sumar blokkin stór

og byggingarnefndin í veislu fór

nú biðjum við alla að syngja í kór:

Viðlag:
Bolungarvík, Bolungarvík
bæ engum öðrum er hún lík.
Bolungarvík, Bolungarvík
í Bolungarvík við verðum rík.

Lag: Syngjandi hér, syngjandi þar.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.