Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 11.12.2009 |
Á þorrablóti 1980

Nú er gripið niður í vísnasafn Kristnýjar Pálmadóttur eins og svo oft áður. N'u skulu birtar þorrablótsvísur frá árinu 1978. Það var Jóna Sigurðardóttir sem samdi þessa bragi.

Á árinu í fyrra margt skemmtilegt skeði
þess skulum við reyna að minnast með gleði.
Á nýársnótt hopp var og hæ.
Og þorrablót haldið var, víst er það vani
og vesalings konurnar allar á spani.
Já kátt er í Bolungarvík.

Þegar sundlaugin opnaði öllum var boðið
í sig á láta sem þeir gátu troðið
og fólkið þar fjölmennti þá.
Þá stungu sér krakkar sem kunnu að synda
og komu frá blöðunum menn til að mynda.
Já marki var búið að ná.

(Lag: Kátt var á laugardagskvöldið á Gili)

Konurnar stofnuðu klúbb sem hét Lína
þær konur sem vildu missa nokkur pund.
Þær hættu að elda oní karlana sína
og fóru að stunda gufubað og sund
Ó Lína, Ó Lína
leitt er hvernig gengur.
Við latar erum orðnar að svelta okkur lengur.
Ó Lína, Ó Lína
við erum okkur verstar.
Við missum engin pund við að éta eins og hestar
ó, ó af mat fæ aldrei nóg
ó, ó nei aldrei nóg.

( Lag: Rasmus í Görðum)


Þá Gunna, Svenna, Elli og Oddný fóru í frí
Já, ekki er hægt að neita því
Þá suður var víst ekki nokkur leið að ná
því són var erfitt mjög að fá
það satt er svei mér þá.
Í útvarpinu ekkert nema veður var
þeir vildu læra að prjóna þar.
Og mikið var ég fegin þegar Múli Á
sagði að samningunum þeir búnir væru að ná.
( Lag: Bella símamær)


Þetta hérna var þegar verkfallið skall á
það vildu margir borga sína skatta þá
En fógetinn ei peningunum fékk að taka við
því farin voru Jóna og Ásgeir bæði í verkfallið.
Já ýmsum fannst það afar hart
og útlitið var orðið svart
ef borga mætti ei skatta þar
en sparisjóður opinn var
og inn á reikning mátti leggja greiðslurnar. 
( Lag: Konuvísur)

Nú er aldeilis munur á
að ganga um göturnar til og frá
þær eru svo fínar og steinsteiptar
sem aurugar voru og holóttar.
En upp á Holtum er erfitt að grafa
aldrei þar frostið úr jörðu fer.
Nýflutta fólkið þar verður að hafa
símana læsta inn í skáp hjá sér.

( Lag: Húrra nú ætti að vera ball)

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.