Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 24.6.2009 | Ragna
Við vígslu Félagsheimilis Bolungarvíkur

Nú er gripið niður í vísur sem Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri á Flateyri samdi í tilefni af vígslu Félagsheimilisins í Bolungarvík árið 1952. Þessi bragur er sunginn við lagið "Hefjum einhuga söng" og er að finna í vísnasafni Krístnýjar Pálmadóttur.

 

Bolvísk æska í dag

færðu arf þinn í mund

færð þann ávöxt er samhugur skóp.

Færðu einingarlag

látum óma í lund

gerum útlægt hvert sundrungar óp.

Því hér sönnun er

þess að samhygð ber

fram til sigurs, þó leið sé ströng.

Sigur hefjum lag

þennan heilla dag

Félagsheimilið vígum með söng

 

Vinnum órofa heit

nú á óskanna stund.

Lyftum andanum heiðríkju til.

Hyllum fegursta reit

vors á fósturlands grund

auðug fiskimið, hamra og gil.

Meðan eldur ei frýs

hafsins alda rís

hverja Íslandi helgum stund.

Vörð um Íslands hag

sérhvert ár og dag

stöndum einhuga, halir og sprund.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.