Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 10.4.2009 |
Á afmæli Verkalýðsfélagsins árið 1981

Jóna Sigurðardóttir er hagyrðingur góður og orti fjölmargar vísur við hin og þessi tilefni. Þessa vísu orti hún í tilefni af afmæli Verkalýðsfélagsins árið 1981. Lagið er "Að lífið sé skjálfandi lítið gras"

 

Nú verkalýðshöllin er voða fín.

Verða samt reikningar ekkert grín.

Fundina sækja víst fáir í bráð

um flest allt sér stjórnin og trúnaðarráð.

Veglega skulum við veislu hér halda

því verkalýðsfélagið fimmtugt er.

 

Á loftinu Orkubú leigir enn

þó líklega burtu það fari senn.

JC og Lionsmenn líka má sjá

og loks er þar klippingu hægt að fá

Veglega skulum við veislu hér halda
því verkalýðsfélagið fimmtugt er.

Formaður Karvel í fjölda ár

og finnst mörgum hann vera svaka klár.

Ef á Alþingi að starfa er ekki nóg

í útvarpið syngur með Helga og co.

Veglega skulum við veislu hér halda
því verkalýðsfélagið fimmtugt er.

Ef hann Kalli er Alþingi á

alltaf er hægt í Daða að ná.

Skákin þá fara má bara í bið

brátt kemst hann aftur í sjónvarpið.

Veglega skulum við veislu hér halda
því verkalýðsfélagið fimmtugt er.

 

Lalli í stjórninni gerir gagn

en gamli ritarinn, það er Vagn.

Um aurana þýðir nú ekkert raus

því ekki er stjórnin nú Bjargar - laus

Veglega skulum við veislu hér halda
því verkalýðsfélagið fimmtugt er.

 

Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.