Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 30.3.2009 |
Heimsóknin

Bolvíkingurinn Auður Magnúsdóttir hefur átt það til að dunda sér við kveðskap við og við. Árið 1994 orti hún um heimsókn að handan úr dauðra manna ríki. Þegar til kom var það hún amma sem var að vitja stelpunnar sinnar og senda henni góðar óskir inn í lífið.

 

 

 

 

 

Snemma á sunnudagsmorgni
skömmu fyrir jól
sá ég svip í horni
standa í rauðum kjól.
Hver var hún þessi kona
sem hræddi mig svona?

Andlit sá ég rúnum rist
raunir drætti skóp.
hana hafði dauðinn kysst
hún var í draugahóp.
Á beinaberri hendi
hún fingri að mér beindi.

Hjartað berst í brjósti mér
blóð um æðar þýtur
við mig mæla veran fer
vofan á mig lítur.
Á rauðum kjól ég kem til þín
sá litur klæðir beinin mín.

Elskan ég er hún amma þín
úr dauðra manna ríki
segja vildi ég stelpan mín
sorgir frá þér víki
gleði og gæfa fylgi þér
guð þig blessi í heimi hér.

Ég bara sat og starði
titraði öll og skalf
en amma fyrr en varði
leystist upp og hvarf.
Það þornaði yfir jólin
það sem fór ofaní stólinn.

Auður Magnúsdóttir


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.