Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 17.8.2018 12:01:56 |
Kveðjukaffi Halldóru og Soffíu

Kaffisamsæti var haldið í vikunni í Leikskólanum Glaðheimum í Bolungarvík til heiðurs tveimur starfsmönnum skólans sem samanlagt hafa starfað við skólann í 59 ár.

 

Halldóra Þórarinsdóttir hefur starfað við leikskólann í 28 ár og Soffía Guðmundsdóttir í 31 ár. 

 

Þær stöllur Dóra og Soffía hafa gengið í flest öll störf innan skólans á þeim tíma og eru ýmsu vanar. 

 

Fyrir hönd starfsmanna leikskólans óskuðu skólastjórnendur þeim Dóru og Soffíu alls hins besta og þökkuðu þeim fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin um leið og þeim voru færðar kveðjugjafir.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.