Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 21.6.2017 17:56:27 |
Verðlaun fyrir skreytingar

Veitt verða sérstök verðlaun fyrir skreytingar húsa og garða í Bolungarvík um markaðshelgina. 

 

1. Verðlaun eru 50.000 kr.

2. Verðlaun eru 30.000 kr. 

3. Verðlaun eru 20.000 kr. 

 

Sérstök nefnd mun velja vinningshafa út frá hugtökum eins og fegurð, smekkvísi, frumleiki, húmor, vægi, o.s.frv. en leynd mun hvíla yfir óformlegri skipan nefndarinnar. 

 

Á markaðsdaginn sjálfan verður tilkynnt um verðlaunahafa.

 

Nú geta eigendur húsa og garða í Bolungarvík látið til sín taka svo um munar um markaðshelgina. 


Myndbandið
Næstu viðburðir
laugardagur, 24. mars 2018
Almennur íbúafundur

Almennur íbúafundur í Bolungarvík verður haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 24. mars kl. 14:00. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.

 

 

Nýjustu myndirnar