Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 3.4.2008 | Baldur
Góð heimsókn Skákskóla Íslands til Bolungarvíkur

Á dögunum fékk Grunnskóli Bolungarvíkur góða heimsókn frá Skákskóla Íslands. Það var skákmaðurinn Davíð Kjartansson sem sótti Bolvíkinga heim og miðlaði af kunnáttu sinni til nemdenda grunnskólans. Hann tefldi auk þess fjöltefli við nemendur GB og að kvöldi dags bauð Taflfélag Bolungarvíkur til opins skákmóts sem vakti mikla lukku.

 

Davíð hóf heimsókn sína á að fara inn í 1. til 3. bekk þar sem hann kenndi skák og lukkaðist það vel. Þá fór hann inn í 4. til 6. bekk og var með umræður um gildi skákarinnar í bæði leik og starfi. Að lokum fengu nemendur að tefla undir leiðsögn skákmeistarans.

 

Að skákkennslu lokinni bauð Davíð Kjartansson upp á fjöltefli og skráðu 54 nemendur grunnskólans sig til leiks. Davíð vann allar skákir nema tvær, hann gerði jafntefli til Sigurð Bjarna Benediktsson úr 6.bekk og Patryk Ringwelski úr 1.bekk og sat hann m.a. annars í klukkutíma og 40 mín að tafli.  Eftir fjölteflið tók Davíð á móti þeim 7 unglingum sem hafa verið að æfa skák og fór hann meðal annars í skákþrautir, byrjanir og fleira.

 

Loks um kvöldið var haldið opið skákmót þar sem allir voru velkomnir og mættu 21 til leiks en þar af voru 8 fullorðnir og voru úrslitin þannig að: Í 1. til 2. sæti voru Davíð Kjartansson og Magnús Sigurjónsson með 6 vinningam, í 3. sæti var Unnsteinn Sigurjónsson með 5 1/2 vinning og í 4. til 5. sæti lentu Falur Þorkelsson og Daníel Ari Jóhannson.

 

Ef smellt er á tengilinn hér á neðan má skoða myndir frá heimsókn Skákskóla Íslands til Bolungarvíkur.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.