Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Tilkynningar | 11.1.2016 22:47:19 |
Íbúafundur í Bolungarvík

Íbúafundur um atvinnumál og framtíðarsýn Bolungarvíkur verður haldinn í félagsheimilinu n.k. miðvikudag kl. 20:00. Þar verður m.a. framsaga þar sem nokkrir einstaklingar stíga á stokk og ræða um atvinnulíf og frumkvöðlastarfsemi í Bolungarvík. Jafnframt fer fram hugmyndavinna þar sem rætt verður í hópum um avinnumál og framtíðarsýn en samantekt þeirrar vinnu verður kynnt í lok fundar.

 

Allir sem láta sig málið varða eru boðnir velkomnir en það eru Hagsmunasamtök íbúa í Bolungarvík sem standa að fundinum en nánar um fundinn má finna á fésbókarsíðu þeirra.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.