Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 15.3.2017 13:10:26 |
Mýrarboltinn verður í Bolungarvík í ár

Fréttavefurinn visir.is greinir frá því í dag að Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta verði haldið í Bolungarvík næstkomandi verslunarmannahelgi. Mótið var fyrst haldið árið 2004 á Ísafirði og hefur verið árlegur viðburður þar í bæ síðastliðin ár. Nú í ár verður mótið hins vegar haldið á þremur völlum sem verða settir upp nærri tjaldsvæðinu í Bolungarvík, sem er við íþróttahúsið og sundlaugina þar í bæ.Búið er að staðfesta að hljómsveitin SSSól og rapparinn Emmsjé Gauti muni koma fram á hátíðinni en lokahófið verður í Félagsheimili Bolungarvíkur ásamt dansleikjum hátíðarinnar.

Benni Sig verður drullusokkur Mýrarboltans, eða sá sem sér um skipulagningu og framkvæmd mótsins. 

 

Frétt visir.is


 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar