Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 13.8.2015 23:02:14 |
Golfklúbbur Bolungarvíkur upp um deild

Sveit Golfklúbbs Bolungarvíkur hafnaði í öðru sæti 4. deildar sveitakeppni GSÍ sem leikin var á Syðridalsvelli um síðustu helgi. Golfklúbbur Bolungarvíkur vann Golfklúbbinn Mostra í undanúrslitum en tapaði fyrir Golfklúbb Norðfjarðar í úrslitum. Með þessum árangri tryggði sveit Golfklúbbs Bolungarvíkur sér sæti í 3. deild á næsta ári.

 

Karlasveit Golfklúbbs Bolungarvíkur var skipuð þeim Janusz Pawel Duszak, Elíasi Jónssyni, Gunnari Má Elíassyni, Runólfi Péturssyni, Weera Khiansanthiah og Chatchai Phothtya.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar