Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 30.5.2015 20:39:10 |
Pétur maður leiksins í sætum sigri á HK

Knattspyrnulið BÍ/Bolungarvíkur vann langþráðan 2-1 sigur  á HK í 1. deildinni á Torfnesvelli í dag. Bolvíkingurinn efnilegi, Pétur Bjarnason, átti frábæran dag í sínum fyrsta leik í byrjunarliði BÍ/Bolungarvíkur í sumar, en Pétur skoraði fyrra mark heimamanna og lagði upp sigurmarkið á lokamínútum leiksins. Í umsögn Fótbolti.net um leikinn kemur fram að Pétur hafi verið besti maður vallarins í dag, hann hafi átt frábæran leik og verið mjög duglegur inná miðjunni auk þess að hafa skorað fyrra markið og átt stóran þátt í því seinna. Með sigrinum í dag lyfti BÍ/Bolungarvík sér af botni 1. deildar og er liðið nú í 10. sæti deildarinnar með 3 stig úr 4 leikjum.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.