Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 10.5.2015 11:51:09 |
Oddfreyr Ágúst valinn í úrvalsbúðir KKÍ

Á dögunum varð Oddfreyr Ágúst Atlason úr Bolungarvík þess heiðurs aðnjótandi að vera tilnefndur af KFÍ og þjálfara sínum til þátttöku í Úrvalsbúðum KKÍ 2015 en einnig hlutu tveir ísfirskir drengir tilnefningu til þátttöku í búðunum. Oddfreyr Ágúst er efnilegur körfuknattleiksmaður sem hefur lagt hart að sér við æfingar og er nú farinn að uppskera rækilega og er kominn í hóp með þeim bestu á sínum aldri. Oddfreyr Atli er sonur Margrétar Jómundsdóttur, veðurathugunarkonu og bæjarfulltrúa, en fósturfaðir hans er Guðmundur Bjarni Jónsson.

 

Þess má geta að Úrvalsbúðir KKÍ eru undanfari yngri landsliða Íslands þ.s unglingalandsliðsþjálfarar ásamt gestaþjálfurum stjórna æfingum og fara yfir ýmis tækniatriði. Í sumar eru æfingabúðirnar ætlaðar fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru 2002, 2003 og 2004. Æfingarnar munu fara fram í DHL - höllinni Frostaskjóli og í Dalhúsum, Grafarvogi.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.