Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 6.3.2015 19:13:09 |
Maraþonsund sunddeildar UMFB

Í þessum rituðu orðum stendur yfir hið árlega Maraþonsund sunddeildar UMFB þar sem bæði börn og fullorðnir munu synda í heilar 12 klukkustundir. Maraþonið hófst klukkan 16:00 og stendur yfir til klukkun 04:00 aðfararnótt laugardags. Sunddeildin stendur fyrir maraþoninu í þeim tilgangi að afla fjár fyrir meðlimi sunddeildarinnar til að standa undir kostnaði við hinar ýmsu keppnis- og æfingarferðir.

 Nú þegar hafa börn úr sunddeildinni gengið í hús og safnað áheitum en enn er hægt að heita á sundgarpana með því að leggja inná reikning deildarinnar : 1176-05-400610 kennitala 490902-3680. Margt smátt gerir eitt stórt !

Á síðasta ári voru syntir hvorki meira né minna en 70,5 km og að sjálfsögðu á að reyna að bæta metið í ár. Nú þegar hafa nokkrir hundruðir metra verið syntir og enn er nægur tími að synda - öllum er velkomið að koma í laugina og stinga sér til sunds.

Þegar þessi frétt er rituð hafa rúmar 137.000 krónur safnast í áheitasöfnuninni.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.