Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 27.1.2015 16:44:18 |
Fjórir tilnefndir til íþróttamanns ársins

Fjórir einstaklingar eru tilnefndir til íþróttamanns ársins 2014 í Bolungarvík. Að þessu sinni hlýtur Bragi Björgmundssson tilnefningu fyrir hestaíþróttir, Jón Egill Guðmundsson fyrir skíðaíþróttir, Nikulás Jónsson fyrir knattspyrnu og Stefan Kristinn Sigurgeirsson fyrir sund.

 

Næstkomandi föstudag þann 30. janúar verður hóf til heiðurs íþróttamanni ársins 2014 í Bolungarvík haldið í Félagsheimili Bolungarvíkur. Þar verður íþróttamaður ársins útnefndru auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur og ástundun í íþróttum.

 

Allir bæjarbúar eru boðnir velkomnir á hófið sem hefst hefst kl. 17:00 og samfagna þeim sem hljóta viðurkenningar.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.