Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 15.3.2017 13:10:26 |

Fréttavefurinn visir.is greinir frá því í dag að Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta verði haldið í Bolungarvík næstkomandi verslunarmannahelgi. Mótið var fyrst haldið árið 2004 á Ísafirði og hefur verið árlegur viðburður þar í bæ síðastliðin ár. Nú í ár verður mótið hins vegar haldið á þremur völlum sem verða settir upp nærri tjaldsvæðinu í Bolungarvík, sem er við íþróttahúsið og sundlaugina þar í bæ.Búið er að staðfesta að hljómsveitin SSSól og rapparinn Emmsjé Gauti muni koma fram á hátíðinni en lokahófið verður í Félagsheimili Bolungarvíkur ásamt dansleikjum hátíðarinnar.

Benni Sig verður drullusokkur Mýrarboltans, eða sá sem sér um skipulagningu og framkvæmd mótsins. 

 


Íþróttir | 14.3.2017 20:12:01 |

Á vef Grunnskóla Bolungarvíkur er greint frá því að skólinn fór með sigur af hólmi í Vestfjarða/Vesturlandsriðlinum í Skólahreysti 2017 í dag. Lið Bolungarvíkur sigraði allar einstaklingsgreinarnar og varð í öðru sæti í hraðakeppninni sem tryggði þeim sigurinn. Vala Karítas Guðbjartsdóttir sigraði í armbeygjum og hreystigripi, Flóki Hrafn Markan sigraði í upphýfingum og dýfum og Kristján Logi Guðbjarnason og Jónína Arndís Guðjónsdóttir (Ninna) urðu í öðru sæti í hraðakeppninni. Til vara í liði Grunnskóla Bolungarvíkur voru þau Aleksander Koszalka og Amonrat Phothia.

 

Vefur Grunnskóla Bolungarvíkur

 

 

 


Íþróttir | 17.2.2017 17:49:23 |

Stór hópur sundiðkennda sunddeildar UMFB á aldrinum 8-15 ára hélt föstudaginn 10. febrúar suður til Reykjavíkur á Gullmót KR sem haldið var í Laugardalslaug dagana 10.-12. febrúar.  Keppt var í 50 metra laug en það er um þrisvar sinnum lengri laug en sú sem er í Musteri vatns og vellíðunar hér í Bolungarvík.

 

Bolvísku sundkeppendurnir stóðu sig með mikilli prýði og stungu krakkarnir sér ekki til sunds án þess að bæta sína fyrri tíma um 1,2 til 20 sekúntur. Sigurgeir Guðmundur Elvarsson var fulltrúi Bolvíkinga á verðlaunapalli í 50 metra skriðsundi í hópi 12 ára og yngri þegar hann var með þriðja besta tímann í þeim flokki. Nokkrir náðu tímalágmörkum sem gefa þeim sæti til þátttöku á Aldursmeistaramóti Íslands sem haldið verður í júní 2017.

 

Góður andi var ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Íþróttir | 14.5.2016 11:44:11
Íþróttir | 10.5.2016 22:42:41
Íþróttir | 29.4.2016 16:49:19
Íþróttir | 10.3.2016 12:00:00
Íþróttir | 19.1.2016 23:02:25
Íþróttir | 22.10.2015 17:51:54
Íþróttir | 18.10.2015 10:01:14
Íþróttir | 8.10.2015 18:09:51
Íþróttir | 13.8.2015 23:02:14
Íþróttir | 24.7.2015 15:08:11
Íþróttir | 18.6.2015 11:18:43
Íþróttir | 30.5.2015 20:39:10
Íþróttir | 10.5.2015 11:51:09
Íþróttir | 6.3.2015 19:13:09
Íþróttir | 31.1.2015 11:42:27
Íþróttir | 27.1.2015 16:44:18
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.