Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 30.5.2017 13:08:50 |

Staða yfirsundþjálfara hjá sunddeild UMFB Bolungarvík er laus haustið 2017. Sunddeild UMFB hefur verið vaxandi síðustu ár og eru þar núna rúmlega 50 iðkendur. Þá er sundlaugin í Bolungarvík er með betri sundlaugum á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Þjálfun er í 5 hópum en með  möguleika á að hafa 4 hópa:

UMFB 5 er 1. bekkur

UMFB 4 er 2. og 3. bekkur

UMFB 3 er 4. bekkur

UMFB 2 er 5. og 6. bekkur

UMFB 1 er 7. bekkur og eldri

 

Í samstarfi við stjórn skipuleggur þjálfari sundmót, æfingaferðir og skemmtikvöld.

 

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun/ menntun á sviði íþróttafræða.

Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga og vera góð fyrirmynd.

 

Allar frekari upplýsingar má nálgast með því að ...


Íþróttir | 29.5.2017 11:52:20 |

Bolvíski knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur verið sjóðheitur með liði Grindavíkur í Pepsi deildinni það sem af er sumri. Í fyrstu 5 leikjunum hefur Andri Rúnar skorað 5 mörk, þar af eina þrennu í 3-2 sigri gegn Skagamönnum á dögunum. Í gærkvöldi skoraði Andri Rúnar svo eina mark leiksins í sætum sigri Grindvíkinga á Valsmönnum og kom hann þar með Grindavík í 3. sæti deildarinnar. Þess má geta að Andri Rúnar er nú einnig markahæsti maður deildarinnar ásamt Steven Lennon í FH en þeir hafa báðir skorað 5 mörk í 5 leikjum.

 

Rétt er að minna á að á vefnum visir.is stendur nú yfir kosning á leikmanni maí mánaðar og þar er Andri Rúnar einn þriggja sem tilnefndur er sem leikmaður maí mánaðar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Taka má þátt í kosningunni með því að smella á ...


Íþróttir | 30.3.2017 12:49:29 |

Sjónvarpið sýndi í gærkvöldi frá keppni í Vestfjarðariðli í Skólahreysti en skemmst er frá því að segja að Grunnskóli Bolungarvíkur fór þar með sigur af hólmi. Bolvíska liðið sigraði allar einstaklingsgreinarnar og varð í öðru sæti í hraðakeppninni sem tryggði þeim glæsilegan sigur.

 

Vala Karítas Guðbjartsdóttir sigraði í armbeygjum og hreystigripi, Flóki Hrafn Markan sigraði í upphýfingum og dýfum og Kristján Logi Guðbjarnason og Jónína Arndís Guðjónsdóttir (Ninna) urðu í öðru sæti í hraðakeppninni. Til vara í liði Grunnskóla Bolungarvíkur voru þau Aleksander Koszalka og Amonrat Phothia.

 

Sjá má glæsilegan árangur Grunnskóla Bolungarvíkur í Skólahreysti á vef RÚV:


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Íþróttir | 15.3.2017 13:10:26
Íþróttir | 14.3.2017 20:12:01
Íþróttir | 17.2.2017 17:49:23
Íþróttir | 14.5.2016 11:44:11
Íþróttir | 10.5.2016 22:42:41
Íþróttir | 29.4.2016 16:49:19
Íþróttir | 10.3.2016 12:00:00
Íþróttir | 19.1.2016 23:02:25
Íþróttir | 22.10.2015 17:51:54
Íþróttir | 18.10.2015 10:01:14
Íþróttir | 8.10.2015 18:09:51
Íþróttir | 13.8.2015 23:02:14
Íþróttir | 24.7.2015 15:08:11
Íþróttir | 18.6.2015 11:18:43
Íþróttir | 30.5.2015 20:39:10
Íþróttir | 10.5.2015 11:51:09
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.