Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Munnmælasögur | 15.7.2009 | Kristján Jónsson
Bolvískar munnmælasögur nr. 41

 

Saga númer 41 gerist á flugvellinum á Ísafirði fyrir mörgum árum síðan en þar hefur margt gott fólk unnið í gegnum tíðina. Einn þeirra sem þar hefur staðið vaktina er Víkarinn Finnbogi Sveinbjörns núverandi verkalýðsforingi. Eitt sinn þegar Finnbogi er í vinnu á vellinum og Ísfjarðarvélin er á leið í loftið frá Reykjavík þá hringinn síminn. Finnbogi svarar og á hinum enda línunnar er maður sem segir æstur: ,,Stoppiði vélina.“ ,,Af hverju?“,spyr Finnbogi. ,,Það er sprengja í vélinni, stoppiði vélina“, endurtekur maðurinn. Eins og vanalega sýndi Finnbogi mikla stillingu enda þekkti hann rödd mannsins og svaraði af sinni alkunnu yfirvegun: ,,Belli minn, svona gerir maður ekki“ !!! Jakob Elías Jakobsson, betur þekktur sem Belli, hafði þá verið í partýi hjá félaga sínum og voru foreldrar félagans að koma vestur með vélinni. Þurftu þeir að vinna tíma svo þær næðu að raða upp innanstokksmunum eftir partýið í tæka tíð og hver mínúta dýrmæt.

 


 

 

Sagnahefðin hefur í gegnum tíðina verið rík á meðal Víkara sem og annara Vestfirðinga. Kristján Jónsson hefur á undanförnum árum skrifað sögur á bloggsíðu sína sem hann hefur kallað Munnmælasögur. Víkari.is hefur nú fengið leyfi til þess að birta nokkrar af þessum sögum hér á síðunni en þær hafa allar birst áður á www.bolviskastalid.blogspot.com og eru merktar eins og þær heita á bloggsíðu Kristjáns. Vonandi hafa lesendur Víkara ánægju af þessu enda er þetta einungis til gamans gert. Lifi sagnahefðin!
Ef einhverjar athugasemdir vakna vegna þessa er hægt að senda Kristjáni póst á kris@vikari.is .


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.