

Söngakeppni félagsmiðstöðvanna á Vestfjörðum, Samvest 2018, fór fram fyrir fullu húsi í Félagsheimili Bolungarvíkur í gærkvöld. Til keppni voru skráð sjö atriði með tíu þátttakendum frá félagsmiðstöðvunum Tópaz í Bolungarvík og Djúpinu á Ísafirði.
Úrslit keppninngar urðu á þann veg að í 1. sæti varð Svava Rún Steingrímsdóttir frá Djúpinu sem lék á píanó og söng lagið Beatiful Lies eftir Birdy, í 2. sæti varð Ólöf Máney Ásmundsdóttir frá Tópaz sem söng lagið Watch eftir Billie Eilish og í 3. sæti varð Karólína Mist Stefánsdóttir frá Tópaz sem söng lagið Rainbow eftir Kesh en þar lék Silfá á píanó og Guðmundur spilaði á trommur. Dómnefnd veitti einnig sérstök verðlaun fyrir leikræn tilþrif og þau féllu í hlut Einars Geirs Jónassonar frá Djúpinu sem söng lagið Telly eftir Tim Minchin. Dómnefnd skipuðu Guðmundur Hjaltason, Hjörtur Traustason og Sigrún Pálmadóttir.
Vestfirsku fjalladísirnar í Between Mountains, sem sigruðu söngkeppnina í fyrra, og sigruðu reyndar einnig í Músíktilraunum, komu fram og fluttu lög á söngkepnninni sem, eins og áður segir, fór fram fyrir fullu húsi.
Sjá má fleiri myndir frá Samvest 2018 á Facebook síðu Bolungarvíkurkaupstaðar
