Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 30.1.2018 14:02:04 |
Börn heimsækja hjúkrunarheimilið Berg

Undanfarin ár hefur orðið sú hefð að börn í leikskólanum Glaðheimum í Bolungarvík hafa farið í heimsókn á hjúkrunarheimilið Berg. Allar deildir leikskólans heimsækja hjúkrunarheimilið og íbúa þess reglulega.

Heimsóknir barnanna brúa kynslóðabil á milli þeirra og íbúa Bergs. Það er oftar en ekki erfitt að sjá hver hefur mest gaman af heimsóknunum, börnin, starfsmenn eða íbúar.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar