Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 20.3.2017 12:03:54 |
Sigraði á svæðistónleikum Nótunnar

Mariann Rähni úr Tónlistarskóla Bolungarvíkur varð í fyrsta sæti á svæðistónleikum Nótunnar sem haldnir voru á Akranesi um helgina. Mariann er 11 ára gömul píanónemandi og var hennar atriðið sem það eina sem kom frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur að þessu sinni. Mariann flutti vals í e-moll eftir Frederic Chopin og fékk fyrir flutning sinn fyrstu verðlaun og mun hún því spila á lokatónleikum Nótunnar sem verða í Hörpunni  2. april nk. Píanókennari hennar í Tónlistarskóla Bolungarvíkur er Tuuli Rähni.

 

Nótan sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins var haldin í sjötta sinn nú í vetur. Á svæðistónleikum Nótunnar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norð-Vesturlandi siðastliðinn laugardag voru 24 atriði þar sem nemendur frá 8 tónlistarskólum komu fram. Alls voru 3 atriði valin að koma fram á lokahátíð Nótunnar en auk Mariann fara áfram bassasöngvarinn Aron Ottó Jóhannsson frá Tónlistarskóla Ísafjarðar sem hlaut 2. sætið og hljómsveit frá Tónlistarskólanum á Akranesi sem varð í 3. sæti.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.