Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 16.3.2017 10:57:24 |
Ný bolvísk barnabók um Þuríði sundafylli og Völu-Stein

Bolvíska barnabókin „Mamma, mamma ég sé land,“ er komin út og er viðbót við góða flóru bóka fyrir ynstu kynslóðina. Bókin er gefin er út af Þuríði Sundafylli ehf. sem þær Soffía Vagnsdóttir og Guðrún Stella Gissurardóttir standa á bak við. Bókin fjallar um Völu-Stein, 9 ára son Þuríðar sundafyllis, þar sem þau mæðgin auk áhafnar sigla frá Hálogalandi í Norður-Noregi, um miðja 10. öld, áleiðis til Íslands þar sem þau námu land í Bolungarvík. Guðrún Stella og Soffía skrifa bókina en um myndskreytingar, uppsetningu og frágang sér myndlistarkonan Nina Ivanova.

 

Stefnt er að því að bækurnar um Völu-Stein og Þuríði verði þrjár talsins en eins og áður segir fjallar þessi fyrsta bók um landnám Þuríðar sundafyllis og Völu-Steins í Bolungarvík. Eins og Bolvíkingar þekkja vel var Þuríður mögnuð landnámskona og er af sumum fræðimönnum talin hafa samið Völuspá ásamt syni sínum Völu-Steini. Það verður því spennandi að fylgjast með frekari ævintýrum Þuríðar og Völu-Steins þegar fram líða stundir og fleiri bækur bætast við.

 

Bókin „Mamma, mamma ég sé land,“ er fáanleg í netverslun á Facebook-síðu Þuríðar sundafyllis ehf og kostar kr. 3.900 en bókin er einnig væntanleg í verslanir í næstu dögum.

 

Facebook-síða Þuríðar sundafyllis ehf
 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.