Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 16.3.2017 09:03:50 |
Tónleikar til styrktar orgelsjóði Hólskirkju

Sunnudaginn 19. mars nk. verða stórtónleikar haldnir í Hallgrímskirkju til styrktar orgelsjóði Hólskirkju í Bolungarvík. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og verður boðið upp á fjölbreytta og vandaða efnisskrá.

 

Í nokkuð langan tíma hefur staðið til að endurnýja orgelið í Hólskirkju sem er komið til ára sinna. Slík hljóðfæri eru afar dýr og hafa Bolvíkingar og aðrir velunnarar kirkjunnar reglulega lagt sitt að mörkum í orgelsjóðinn. Takmark þeirra sem standa að tónleikunum í Hallgrímskirkju er að fylla kirkjuna af samstöðu og kærleika og komast nær því að klára fjármögnun á kirkjuorgelinu.

 

Það verður boðið upp á fjölbreytta efnisskrá á tónleikunum en þar koma fram m.a. Karlakórinn Esja, Björn Thoroddssen, Gissur Páll Gissurarson, Anna Þuríður, Bjartmar Guðlaugsson að ógleymdum meðlimum í Kirkjukór Bolungarvíkur. Kynnir á tónleikunum verður Valdimar Víðisson og hljóðstjórn verður í höndum Kristins Gauta Einarssonar.

 

Söfnunarreikningur orgelssjóðs er 0174-18-911908 (kt. 630169-5269) og er tekið við frjálsum framlögum í söfnunina.

 

Full efnisskrá tónleikanna í Hallgrímskirkju 19. mars:

 

Ávarp: Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sóknarprestur í Hólskirkju
 
1. Birgir Olgeirsson, söngur og gítar
2. Margrét Hannesdóttir, sópran
3. Saga Matthildur, söngur / Halldór Gunnar Pálsson, gítar
4. Anna Þuríður, söngur / Bergrós Halla Gunnarsdóttir, gítar
5. Björn Thoroddssen, heimsklassagítarleikari
6. Feðginin Benni Sig og Karolína Sif
7. Karlakórinn Esja
8. Gissur Páll Gissurarson, tenór
9. María Ólafsdóttir, söngkona og Eurovisionfari
10. Bjartmar Guðlaugsson
11. Þorgils Hlynur Þorbergsson fer með stutta bæn
12. Lokalag tónlistarmanna og gesta  Lag þjóðarinnar, Þannig týnist tíminn,  Bjartmar Guðlaugsson, María Ólafsdóttir, Björn Thoroddssen,  Halldór Gunnar Pálsson, Karlakórinn Esja og meðlimir  í kirkjukór Bolungarvíkur.
 
Kynnir: Valdimar Víðisson 
Hljóðstjórn: Kristinn Gauti Einarsson 
Umsjón: Benni Sig viðburðir

Orgelsjóður Hólskirkju:  bankareikningur 0174-18-911908  kennitala 630169-5269


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.