Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 15.3.2017 10:08:45 |
Hangikjétsveisla Björgunarsveitarinnar Ernis

Björgunarsveitin Ernir stendur fyrir hangikjétsveislu í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 18. mars 2017. Veislan er haldin til fjáröflunar fyrir björgunarsveitina og er því kjörið tækifæri fyrir velunnara björgunarsveitarinnar að mæta á viðburðinn og njóta ljúffengra veitinga og eiga góða kvöldstund saman. Veislustjóri verður Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri og boðið verður upp á hangikjét, grænar baunir, rauðkál og jafning, ís, ávexti og rjóma og kaffi í eftirrétt. Auk þess verða skemmtiatriði og happdrætti með glæsilegum vinningum úr heimabyggð.

 

Athygli er vakin á því að takmarkaður fjöldi kemst í hangikjétsveisluna en aðeins 120 miðar eru í boði, það er því um að gera að tryggja sér miða strax og missa ekki af herlegheitunum. Miðapantanir eru í síma 776 7798 (Jón Egill Guðmundsson).

 

Nánari upplýsingar um hangikjétsveislu Björgunarsveitarinnar Ernis:

 

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.

Miðaverð kr. 4.000
Hæppdrættismiði kr. 1.000
Drykkir á hóflegu verði

18 ára aldurstakmark


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.