Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 28.2.2017 11:09:24 |
Frönsk ungmenni heimsóttu Bolungarvík

Um nýliðna helgi heimsótti 10 manna hópur franskra ungmenna Bolungarvík. Ungmennin koma frá Leon og koma hingað til lands í gegnum Erasmus verkefni en Grunnskóli Bolungarvíkur hefur einmitt verið þátttakandi í nokkrum slíkum verkefnum. Franski hópurinn var á vegum Bolvíkingsins Guðmundar Arngrímssonar sem hefur yfirumsjón með Erasmus verkefninum og átti hann hugmyndina að því að fá frönsku ungmennin vestur. Þess má geta að Guðmundur á fyrirtækið Cursus Iceland sem sérhæfir sig í alls kyns námskeiðum er lúta að sjálfbærni og meðhöndlun náttúru. 

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar frönsku ungmennin snæddu kvöldverð með bolvískum jafnöldrum sínum í Einarshúsi.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.