Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 22.2.2017 14:29:29 |
Grease þema á árshátíð GB

Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur fer fram á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar kl: 17:15 í Félagsheimili Bolungarvíkur. Þema árshátíðarinnar er kvikmyndin / söngleikurinn Grease sem notið hefur mikilla vinsælla í gegnum tíðina.

 

Hér má sjá myndband frá undirbúningi við skemmtiatriði árshátíðarinnar (https://www.youtube.com/watch?v=f8ibTW6g6Ik)

 

Aðganseyrir er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn yngri en 16 ára. Nemendur í 1. - 6. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur borga þó ekki inn. Veitingar verða seldar á staðnum og verður boðið upp á hagstæð pizzu-tilboð sem afgreidd verða í hléi.

 

Bolvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á árshátíð GB og njóta veglegra skemmtiatriða nemenda grunnskólans.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.