Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 18.2.2017 12:00:00 |
Kynnumst leikskólanum okkar

Mánudaginn 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn í tíunda sinn. Dagur leikskólans er meðal annars samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

 

Leikskólar landsins hafa haldið uppá dag leikskólans með margbreytilegum hætt í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Í leikskólanum Glaðheimar í Bolungarvík voru gerð fimm kynningarmyndbönd í þeim tilgangi að gefa fólki smá innsýn í það starf sem unnið er í leikskólanum okkar. Myndböndin sýna almennt starf í skólanum sem og hvernig  unnið er að námsþáttum skólans sem eru fjórir; Læsi og samskipti, Heilbrigði og vellíðan, Sjálfbærni og vísindi sem og Sköpun og menning.

 

Myndböndin sem og umfjöllun um þau má lesa á heimasíðu leikskólans. Fólk er hvatt til þess að horfa  og kynnast því innra starfi sem unnið er í leikskólanum Glaðheimar.

Myndband 1 – Dagurinn í dag

http://gladheimar.leikskolinn.is/Frettir/almennt/Dagur-leikskolans-2017-2018

 

Myndband 2 – Læsi og samskipti

http://gladheimar.leikskolinn.is/Frettir/almennt/Laesi-og-samskipti-a-degi-leikskolans

 

Myndband 3 – Heilbrigði og vellíðan

http://gladheimar.leikskolinn.is/Frettir/almennt/Laesi-og-samskipti-a-degi-leikskolans

 

Myndband 4 – Sjálfbærni og vísindi

http://gladheimar.leikskolinn.is/Frettir/almennt/Sjalfbaerni-og-visindi-a-degi-leikskolans

 

Myndband 5 – Sköpun og menning

http://gladheimar.leikskolinn.is/Frettir/almennt/Skopun-og-menning-i-tilefni-af-degi-leikskolans

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.