Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 8.9.2016 12:57:12 |
Lestur er bestur á Bókasafnadeginum

Í tilefni af Bókasafnadeginum 8. september 2016 verður fróðleg dagskrá á Bókasafni Bolungarvíkur í dag. Dagskráin hefst kl 15 með spurningaleik og sýningu á gömlum bókum en kl 16 verður fjallað um Jens E. Níelsson og hans fjölrituðu og handskrifuðu blöð.

 

Að öllu jöfnu lánar bókasafnið bækur en á Bókasafnadaginn ætlar bókasafnið líka að gefa og selja bækur. 

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á Bókasafn Bolungarvíkur á Bókasafnadaginn.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.