Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 12.5.2016 20:22:20 |
Lögreglan í heimsókn á Kisudeild

Í gær fengu börnin á Kisudeild leikskólans Glaðheima í Bolungarvík góða gesti í heimsókn. Þetta voru félagarnir Haukur og Lúlli en Haukur er starfandi lögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum og starfar Lúlli  þar sömuleiðis sem lögreglubangsi.

 

Lúlli og Haukur spjölluðu við börnin og fóru yfir það hve mikilvægt það er að nota reiðhjólahjálma, öryggisbelti og bílstóla í bíl. Haukur sýndi börnunum bláu ljósin á lögreglubílnum og leyfði þeim að heyra í sírenunum. Áður en þeir Haukur og Lúlli héldu af stað á lögreglustöðina fengu börnin að sjá Lúlla sitjandi á bílsessu með beltið spennt aftur í lögreglubílnum - vel gert!

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.