Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 17.12.2015 20:47:50 |
Jólastemmning í sundlauginni á morgun

Á morgun föstudag ætla Musterisverðir í samvinnu við gesti okkar að halda okkar árlega jólamorgun, hvar við, að loknu morgunsundinu höldum uppi jólastemmingu með heitu súkkulaði og kruðiríi, söng og skemmtilegheit. Við viljum hvetja alla okkar góðu fasta og lausa gesti sem og aðra að taka þátt með okkur. Allir tryggðarvinir Musterisins eru velkomnir, úr hópi morgunhana, sundleikfiminni, bjölluhópnum, erobikhópnum og fl.

Stundin byrjar um kl 8:30 og stendur allt fram til kl 10:00. 

Væntanlegur er leynigestur sem flytur hið geysivinsæla jólalag sveitarinnar "Of Musteris and vellíðan", Halabalaba-jól ásamt töluverðum kór.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.