Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 13.11.2015 16:56:52 |
Dagur gegn einelti

Sunnudagurinn 8. nóvember var helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í Bolungarvík var dagurinn haldinn hátíðlegur mánudaginn 9. nóvember hjá grunn- og leikskóla bæjarins. Nemendur sem og starfsfólk skólanna komu saman í Íþróttamiðstöðinni Árbæ en þær Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir og Laddawan Dagbjartsson höfðu skipulagt dagskrá í tilefni dagsins.

Lagt var upp með leiki sem efla samvinnu, samskipti og vinsemd. Skiptust nemendur skólanna á vinaböndum sem þeir höfðu gert sjálfir, ásamt því að farið var í leiki með blöðrur og húllahringi að lokum voru sungin nokkur lög.

Fréttaritari Víkara gerði eftirfarandi myndband eftir vel lukkaðan dag gegn einelti hér í Bolungarvík :  https://www.youtube.com/watch?v=tGUdowXX1jE&feature=youtu.be


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.