Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 29.10.2015 11:58:15 |
Vetrarstarfið hafið hjá Lionsklúbbi Bolungarvíkur

Í Bolungarvík starfa ýmis félög og er Lionsklúbbur Bolungarvíkur eitt þeirra en klúbburinn á sér 56 ára sögu. Nú er vetrarstarf klúbbsins hafið og verða fundir klúbbsins haldnir á miðvikukdagskvöldum í Félagsheimili Bolungarvíkur. 

 

Góðir gestir heimsóttu bolvíska Lionsmenn á síðasta fundi þeirra en það voru þeir Stefán Jóhann Árnason, umdæmisstjóri Lions á Íslandi, og Úlfar B Thoroddsen, svæðisstjóri á Vestfjörðum. Í tilfefni heimsóknarinnar var Jónasi Guðmundssyni færð viðurkenning fyrir 25 ára starf innan Lionshreyfingarinnar en Jónas lét af störfum sem formaður Lionsklúbbs Bolungarvíkur sl. vor.

 

Núverandi stjórn Lionsklúbbs Bolungarvíkur er skipuð þeim Helga Hjálmtýssyni, formanni, Kristjáni Karli Júlíussyni og Baldri Smára Einarssyni.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.