Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 2.2.2019 16:28:07 |

Nýtt bolvískt popplag fer í spilum á öllum helstu útvarsstöðvum landsins eftir helgina. Lagið heitir "Þú ert sú eina" og er flutt af Jogvan Hansen og Karolínu Sif en lagið er falleg og grípandi ballaða sem ber með sér ferskan vorblæ frá Bolungarvík. Lagið er erlent en höfundur textans er Benedikt Sigurðsson en hann er einmitt faðir Karolínu. Um upptökustjórn sá hinn þaulreyndi Vignir Snær Vigfússon.

 

Lesendur víkari.is eru fyrstir til að fá að heyra lagið "Þú ert sú eina" (smellið) - njótið vel!
 


Menning og mannlíf | 8.5.2018 08:22:25 |

Í dag, þriðjudaginn 8. maí, mun barna og unglingakór Grunnskóla Bolungarvíkur vera með tónleika í Safnaðarheimilinu klukkan 17:00. 

Fólk er hvatt til þess að mæta og hlýða á afrakstur kóræfinga vetrarins.


Menning og mannlíf | 14.3.2018 15:21:24 | bb.is

Björgunarsveitin Ernir stendur fyrir hangikjétsveislu í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 17. mars næstkomandi. Veislan er nú haldin í annað sinn og er til fjáröflunar fyrir björgunarsveitina og er því kjörið tækifæri fyrir velunnara björgunarsveitarinnar að mæta á viðburðinn og njóta ljúffengra veitinga og eiga góða kvöldstund saman. Veislustjóri verður Ómar Örn Sigmundsson og boðið verður upp á hangikjét, grænar baunir, rauðkál og jafning, ís, ávexti og rjóma og kaffi í eftirrétt. Auk þess verða skemmtiatriði og happdrætti með glæsilegum vinningum úr heimabyggð. Þá mun Hjörtur Traustason mæta með gítarinns og spila fyrir gesti fram eftir nóttu og má því búast við hörkufjöri sem enginn má láta fram hjá sér fara.
 

Athygli er vakin á því að takmarkaður fjöldi kemst í hangikjétsveisluna ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Menning og mannlíf | 13.3.2018 17:14:11
Menning og mannlíf | 21.2.2018 09:27:05
Menning og mannlíf | 9.2.2018 21:05:32
Menning og mannlíf | 9.2.2018 12:37:48
Menning og mannlíf | 1.2.2018 10:28:07
Menning og mannlíf | 30.1.2018 14:02:04
Menning og mannlíf | 28.6.2017 14:20:28
Menning og mannlíf | 1.6.2017 13:30:27
Menning og mannlíf | 19.4.2017 20:28:44
Menning og mannlíf | 11.4.2017 21:09:05
Menning og mannlíf | 3.4.2017 13:40:42
Menning og mannlíf | 31.3.2017 13:46:36
Menning og mannlíf | 22.3.2017 22:46:14
Menning og mannlíf | 20.3.2017 12:03:54
Menning og mannlíf | 17.3.2017 17:14:58
Menning og mannlíf | 16.3.2017 10:57:24
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.