Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Hugrenningar úr Hólshreppi | 29.4.2008 | Kristján Jónsson
Fimleikarsérfræðingur ,,á helgum“

Pistlahöfundur gerði heiðarlega tilraun til að koma vestfirsku í gegnum prófarkalestur Morgunblaðsins á dögunum. Þar sem undirritaður hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir fótafimi og fínlegan limaburð þá var honum falið að fjalla um Íslandsmótið í áhaldafimleikum fyrir hönd Morgunblaðsins. Að sjálfsögðu má deila um árangurinn en skömmu síðar stóð Styrmir Gunnarsson upp úr ritstjórastólnum um hálfu ári fyrr en hann ætlaði. Það eru víst litlar tilviljanir í þessum bransa.


Styrmir sagði mér reyndar eitt sinn að móðir hans hefði fæðst í Bolungarvík en ég þekki ekki frekar þessi tengsl hans við Víkina. Þetta var náttúrulega út úr dúr til þess að teygja aðeins lopann í þessum örpistli. Þegar ég var að berja saman faglega umfjöllun um fimleika þá datt mér í hug að láta reyna á próförkina á Mogganum. Að komast í gegnum hana með málfræðivillur er álíka líklegt og að Bushmill verksmiðjan trakteri með Jameson í mötuneytinu. Ég skrifaði því að fimleikamótið hefði farið fram ,,á helginni.“ Þessi vestfirska var snarlega hreinsuð út og ,,um helgina“ sett í staðinn. Ég reyndi að malda í móinn en fékk þau svör að þetta væri málfræðilega vitlaust. Kannski hefði þetta komist í gegn á ritstjórnardögum Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur ?

Knús knús

Kristján Jónsson


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.