Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Hugrenningar úr Hólshreppi | 27.12.2007 | Gylfi Gunnarsson
Framhald af degi eitt

Við biðum langt frameftir degi í gær eftir því að reynt yrði að fljúga vestur aftur og gerði Flugfélagið mjög vel við okkur, til þess að deyfa þann óbærilega sársauka sem það olli öllum farþegum, að þurfa að vera deginum lengur í Reykjavík. Má þar nefna að við fengum, frítt að drekka og éta, fríar salernisferðir, við fengum flugvöllinn til fullra afnota fyrir okkur til margskonar íþróttaiðkana og má þar nefna að við fórum í golf og tókum völlinn í 1432 holum sem eru eitthvað fleiri en gerist á hefðbundnum golfvöllum, auðvitað var þetta hin besta skemmtun. Þeir sem vildu, gátu farið í Boccia og voru gömul lendingarljós notuð sem keilur. Við fengum einnig lánaða riffla hjá flugumferðarstjórunum í turninum, en þeir voru ekkert að nota þá, þar sem þeir eiga ekki í neinni kjarabaráttu, sem stendur, ég hafði einstaklega gaman af skotæfingum þessum enda landsþekkt skytta, ég náði að skjóta niður öll lendingar- og flugbrautarljós vallarins á aðeins 5 mín. og 58 sek. Ég skaut einnig alla hjólbarða á bifreiðum slökkviliðsins vegna fjölda áskorana og við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftir þennan frábæra "íþróttapakka" var síðan haldið á flugstöðina þar sem biðu okkar miklar kræsingar og topplausar flugfreyjur. Það þarf ekki að orðlengja það að nú upphófst gleði mikil og svall sem stóð langt fram eftir nóttu. Undir morgun var mér síðan keyrt heim á limósínu í fylgt flugfreyju sem nú var orðin botnlaus, og má geta þess til gamans að hún er kölluð LimóSína. Ég sofnaði síðan og svaf rótt til hádegis á síðu 423 textavarpsins.
Ekkert varð semsagt úr frekara ferðalagi í gær og sannaðist hið fornkveðna "Ekki eru allar ferðir til áfangastaða".

 

Gylfi Gunnarsson


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.