Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 15.3.2010 |
Þorrablótið 1996

Nú er gripið niður í þorrablótsvísur frá árinu 1996 eftir Sjöfn Kristinsdóttur. Ræningjasöngurinn fer hér og fjallar hann um Bísa og Krimma og Bófamann en þarna virðist hafa gengið þjófaflokkur um bæinn sem hefur gert sig heimakominn hér og þar.

 

Við bísum út um allan bæ

og milla staða stiklum,

því við höfum tösku hérna

troðfulla af lyklum.

Á löggæslunni lítið ber

hún þvælist lítið fyrir hér,

svo við getum stolið með sóma og sann

segja Bísi og Krimmi og Bófamann.

 

Í Laufinu við læstum klóm

í lampa, meik og sokka.

Í apotekið álpuðumst

en aðeins fundum smokka.

Í sundlauginni syntum flott

og settumst oní heitan pott

og hugurinn yfir að Hraðbanka rann

hjá þeim Bísa og Krimma og Bófamann.

 

Því ekki dugar endalaust

að drasli að sér sanka.

Það er meira fútt í því

að ræna þennan banka.

Hér er aðeins fröken ein,

hún hefur gleymt að fara heim

og hún fer nú varla að setja neitt bann

á þá Bísa og Krimma og Bófamann.

 

Nei, löggur eru engar hér

að taka oss á móti.

Með Sólbergi og stellum hans

nú er ' á þorrablóti.

og sýslumaður auðvitað

er þar hvort sem hann fattar það.

Nei, við hræðumst hreint ekki náunga þann

hvorki Bísi né Krummi né Bófamann.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.