Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 21.9.2009 |
Harðindavísur 1918

Kvæðið sem nú birtist og borið er á borð fyrir lesendur Víkara orti Sigurður í Seli ( Jóhann Bárðarson ) á þrettándanum 1918 og fannst það sama dag í hærra krossi. Kvæðið má finna í vísnasafni Kristnýjar Pálmadóttur

 

Hér í Vík er voðalegur dauði

því varla lifir fólk á tómu brauði

þó það fengist, en það fer nú að minnka

"nema ef að vera skildi

að eitthvað lítilsháttar væri

ennþá eftir af Maríukexinu"

Hjá Guðmundi BrynkaEkki getur Oddur bakað lengur

eldiviðaleysi að honum gengur.

En vont er að missa vínarbrauð og snælur

"því það var hvorutveggja

svo einstaklega sætt, mjúkt

og ljúffengt að maður"

gerði við það gælur.Hreppaverslunin hefur lítið núna

hennar gullöld telja margir búna

en þó er ekki þrotið ormahveitið

"og þetta heimsfræga

Ole-margaríne sem margir

lofa og kalla ekki annað en"

konunglega feitið.Og sykurinn er sagður á næstu grösum

sennilega í nefndarinnar vösum

verið bara vongóðir og bíðið

"því einhverntíma fara þeir ofan í

vasana og finna sykurinn

þó það verði nú líklega ekki"

fyrr en eftir stríðið.Engan dropa apótekið hefur

ekkert resept Kerúlf lengur gefur

þorsti um jólin þjáði líka marga.

"Það er ekki svo að Halldór geti

útvegað hárspíritus né glysserine

hvað þá heldur að hann megi"

sjálfum sér að bjarga.Úr kulda eru að krókna hérna margir

konunum eru að þrotum flestar bjargir

en bót er það að brandurinn frá Gili

"er nú kominn á markaðinn

og ef allir fá nóg af slíkum

eldivið, þá er öllum borgið"

að minnsta kosti í bili.Stúkan Harpa hætt er nú að starfa

hefur hún þó mikið gert til þarfa

og ungra mannafélagið er frosið

"og fríkirkjan, sú er nú ekki á

marga fiska núna og farið að fara

af sumum forkólfunum"

allra mesta brosið.Leikfélagið lagst er nú til moldar

lengur ekki sést það ofanfoldar

það oftók sig á annarra manna syndum

"Því að í síðasta sinn

lék aumingja fólkið

aðeins fyrir"

tólf eða þrettán kindum.Verkafólksins félagið í vetur

finnst nú hvergi, en haldið er að Pétur

með sér hafi haft það suður bara

"og sé að láta Ólaf Friðriksson

konfermera það, því hann bar

velferð þess svo mjög fyrir brjósti

einkum þó allra síðast"

þegar hann var að fara.Kvenfélagið lifir langbest núna

líknarstarfið heldur því við trúna

og allar þessar skemmtanir og skröllin.

"Það væri líka mikill skaði ef

það félag dæi,

því þá væir alveg úti um"

tíu tíma böllin.Og söngurinn er síst í vondu lagi

sífellt kveður Halldór nýja bragi

dans og söngur styttir fólki stundir

"Í stúkuhúsinu sem hann

Árni gamli segir að sé

langþarfasti hlutinn sem til er"

vorru sólu undir.Svo hætti ég að kveða um harðindin að sinni

Hærri kross skal geyma þetta minni

en ef að blaðið einhver skyldi finna.

"Má Halldór syngja það í

Sódóma þ.e. stúkuhúsinu á

mína ábyrgð,en það kostar

 

bara að hann láti"

harðindunum linna.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.