Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 14.9.2009 |
Hátíðarljóð

Þetta hátíðarljóð er eitt af gersemunum sem finna má í vísnasafni Kristnýjar Pálmadóttur. Þetta ljóð er ort í tilefni af 50 ára afmæli Sigurðar E. Friðrikssonar.

 

Flýgur hrafn af heiði

horfir yfir Grundir

" Hvað er hér á seyði

hljóðar morgunstundir?"

Faðminn blíðan breiða

bjartar Ernishlíðar.

Bát sem býst til veiða

bárur vagga þýðar.

 

Hljóð að hafi rennur

Hólsá, gyllir sólin.

Litalogi brennur

Lambhaginn og Bólin.

Hvergi veit ég vænni

Vík né fegri byggðir

engar grundir grænni

Guð hér festi tryggðin

 

Flýgur hrafn af heiði

horfir yfir Grundir

" Hvað er hér á seyði

hlýjar aftanstundir?"

Honum svanur svarar

söngvaboðinn tryggi

" Flýg með heill til farar

fimmtugur er Siggi".

 

Höfundur óþekktur

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.