Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 20.4.2009 |
Bolungarvík

Nú er gripið niður í vísnasafn Kristnýjar Pálmadóttur en þar gefur að líta kveðskap úr öllum áttum. Gunnar Jónasson orti eftirfarandi brag um Bolungarvík. Þar lýsir hann fjallgirtri fríðri sveit sem er sviphrein að sjá, þar sem glitra blóm smá og allra byggða best.

 

Fjallgirta fríða sveit

friðsælust það ég veit,

sviphrein að sjá.

Ætíð þú ert mér kær,

Oft þó hér falli snær

undir þó grundin grær,

glitra blóm smá.

 

Alla þú auðgar hér

alla, sem sýna þér

sóma og tryggð.

Þú ert oss byggða best

býður þú sérhvern gest

velkomin, sem hér sest,

sendir burt hryggð.

 

Blessist þín byggðin rík

Bolungar - kæra - vík

meðan sól sér.

Á meðan öldur ná

Íslands að ströndum gá

grænan lit grundin fá

guð sé með þér.

 

Gunnar Jónasson

 

 

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.