Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 27.8.2008 | Ragna
Reyktur lax með perum og ostasósu

Enn er gripið niður í vinsælustu bókina í Víkinni um þessar mundir. Vinsælast í Víkinni er uppskriftabók sem kvennadeild S.V.F.Í gaf út á sínum tíma. Við útgáfu hennar var leitað til bæjarbúa og þeir beðnir um uppáhalds matar-og kökuuppskriftir sínar. Hér á eftir kemur guðdómleg uppskrift af reyktum laxi með perum og ostasósu.

 

Tvær perur afhýddar og skornar í þunna báta. Reyktur lax skorinn í þunnar sneiðar og hver sneið vafin utan um perubátinn. Þessu er raðað upp í miðju á kringlóttu fati. Ein melóna ( hungangs) skorin í báta og raðað á fatið. Þetta er síðan borið fram með ostasósu.

 

Ostasósa: Tveir bollar rjómaostur ( með hnetu og koníaksbragði) og einn peli rjómi hrært saman.

 

Osturinn og rjóminn hitað varlega saman ( má ekki sjóða). Persilla sett yfir ef vill. Hvítvín borði með.

 

Hildur Einarsdóttir


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.