Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 2.6.2008 | Ragna
Súrsætur pottréttur

Uppskriftarbókin sívinsæla sem kvennadeildin gaf út á árum áður og ber heitið Vinsælast í Víkinni hefur að geyma fjölmargar gómsætar og girnilegar uppskriftir dýrindis rétta. Nú birtum við Súrsætan pottrétt sem bráðnar í hvers manns munni.500-700 gr. svínagúllas

2-3 msk. olía

2 blaðlaukur

salt, pipar, engiferduft, papríkuduft

3 dl. kjötsoð

2 msk. tómatmauk

1-2 msk. vínedik

1-2 msk kínversk soja

1 msk. sykur

sósujafnariKjötið skorið í strimla og brúnað í olíu. Blaðlaukurinn skorinn í sneiðar og bætt út í ásamt kryddi og kjötsoði. Látið krauma í 1 klst. Sósan braðgbætt með sykri og kryddi og jöfnuð með sósujafnara. Berið fram með hrísgrjónum og salati.Kristín Halldórsdóttir


Myndbandið
Næstu viðburðir
laugardagur, 24. mars 2018
Almennur íbúafundur

Almennur íbúafundur í Bolungarvík verður haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 24. mars kl. 14:00. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.

 

 

Nýjustu myndirnar