Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 25.2.2008 | Ragna
Þorskur í rjómasósu

Nú telst tilvalið að birta uppskrift úr uppáhalds uppskriftabókinni sem ber heitið Vinsælast í Víkinni. Þar má sjá kynstrin öll af gómsætum uppskriftum sem upplagt er að nota við öll tækifæri. Þorskur í rjómasósu verður birtur í dag en þorskurinn er herramannsmatur og þessi réttur kitlar bragðlaukanna svo um munar. Þessi uppskrift er ætluð fyrir fjóra.

 

Þorskur í rjómasósu

800 gr. þorskflök

salt og sítrónusafi

6 heil piparkorn

 

Setjið fiskinn í sjóðandi vatn, saltið, setjið piparkornin og sítrónusafann út í.

Sósan:
11/2 msk. smjör
1 msk. hveiti
2 dl. rjómi
soð af fiskinum og múskatduft

Bakið upp sósuna með smjörbollunni, þynnt með rjómanum og soðinu. Sósan soðin og bragðbætt með salti, hvítum pipar og múskati. Fiskurinn látinn á fat, skreytt með tómötum, steinselju og hluta af sósunni hellt yfir. Borið fram með soðnum kartöflum og sósunni.

 

Guðlaug Sveinbjörnsdóttir


Myndbandið
Næstu viðburðir
laugardagur, 24. mars 2018
Almennur íbúafundur

Almennur íbúafundur í Bolungarvík verður haldinn í Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 24. mars kl. 14:00. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.

 

 

Nýjustu myndirnar