Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Víkari vikunnar | 9.7.2012 22:20:38 |
Vera Dögg Snorradóttir

Vera Dögg Snorradóttir er dóttir hjónanna Þorgerðar Jóhönnu Einarsdóttur, Deddu, og Snorra Harðarsonar. Hún á tvo eldri bræður þá Hörð og Einar Jón. Vera lauk grunnskólagöngu sinni frá Grunnskóla Bolungarvíkur árið 2001 og hóf þá um haustið sjúkraliðanám við Menntaskólann á Ísafirði og lauk því árið 2004. Það var um jólin 2006 sem hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði. 

Í pistli sínum segir Vera okkur hvað á daga hennar hefur drifið eftir útskrift frá Menntaskólanum á Ísafirði.

Eftir stúdentsprófið fór ég að vinna á Skýlinu, sem er einn besti vinnustaður á landinu. Árið 2007 tók ævintýraþráin öll völd og ég fór til Frakklands nánar tiltekið Nice. Var ég þar í góðu yfirlæti í einn og hálfan mánuð og reyndi að læra frönsku. Þó svo að ég hafi ekki komið til baka með góða málakunnáttu í fararteskinu kom ég heim með svo miklu miklu betra, reynslu. Ég kynntist yndislegu fólki hvaðan af í heiminum í Nice og er ég enn í góðu sambandi við það. Síðan  var það árið 2008 sem ég hóf fjarnám í Hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og lauk ég því námi í vor. Í dag vinn ég sem hjúkrunarfræðingur í Heimahjúkrun hjá Akureyrarbæ og sé um íbúðagistingu hjá 6 Hröfnum með Arnóri, kærastanum mínum.

Ég bjó í Bolungarvík í alls 25 ár en endaði svo með því flytja til Akureyrar árið 2010. Það var aldrei á dagskrá hjá mér að flytjast frá Víkinni, því þar þótti mér best að vera, en hvað gerir maður ekki fyrir ástina?! Það er víst þannig að maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég tel það hafa verið mikil forréttindi að fá að alast upp í Víkinni og búa í litlu samfélagi. Enda er það eitt af því sem ég sakna mest, nálægðin við fólkið mitt og vinina. Einnig veitti Víkinn manni svo mikið frelsi þegar maður var yngri, maður þvældist um allan bæinn í leit af ævintýrum, það eina sem þurfti var fjörugt ímyndunarafl og á augabragði var maður t.d. staddur í senu um Nonna og Manna.  Í Víkinni leynast margar leyndar perlur, maður verður bara að vilja sjá þær.

Nafn: Vera Dögg Snorradóttir
Aldur: 27 ára
Maki: Arnór Sigmarsson
Börn: engin en ég á tíkina Heklu sem er í fóstri hjá pabba og mömmu í Víkinni ;)
Draumabíllinn: ég legg ekki meiri kröfur en svo að hann sé á fjórum hjólum
Draumahúsið: Hef ekki enn þá fundið það.
Draumastarfið: Tel mig vera í því, að starfa sem hjúkrunarfræðingur.
Fallegasti staðurinn: Bolungarvík ekki spurning
Færir þú í teygjustökk: Nei ég hugsa að ég myndi aldrei þora þvi
Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks: Brosið
Lífsmottó: hef alltaf verið hrifin af tilvitnun eftir Gandhi og reynt að hafa hana að leiðarljósi “You must be the change you wish to see in the world”


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.