Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Víkari vikunnar | 20.10.2010 | Karl Fannar Gunnarsson
Karl Fannar Gunnarsson

Karl Fannar Gunnarsson er Víkari vikunnar að þessu sinni. Í pistli segir hann lesendum örlítið frá sjálfum sér og hvað á daga hans hefur drifið.

 

Karl Fannar Gunnarsson heiti ég og oft kenndur við Berg Bjarna Karlsson (fósturfaðir) eða Soffíu Hauksdóttir (fósturmóðir). Ég ólst upp í Bolungarvík frá fimm ára aldri og lauk grunnskólaprófi í GBO árið 1999. Eftir grunnskólann lá leið mín á Ísafjörð þar sem ég tók eitt ár í grunndeild-rafinða, því ég vildi á þeim tímapunkti verða rafvirki. En eftir fyrsta árið áttaði ég mig á því að það væri ekki eitthvað fyrir mig. Ég skellti mér því í skiptinám til Argentínu veturinn 2001 með AFS og var þar í eitt ár. Eftir að ég kom heim hélt ég áfram í Menntaskólanum á Ísafirði og útskrifaðist þaðan árið 2004. Ég var svosem löngu búinn að ákveða mig hvað ég vildi gera eftir að ég kom heim frá Argentínu en það var að læra sálfræði. Árið 2005 byrjaði ég svo í sálfræði við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan með B.A. gráðu vorið 2008.


Eftir að ég útskrifaðist úr háskóla hef ég unnið á tveimur stöðum. Fyrst á meðferðarheimili fyrir ungt fólk á Laugarlandi við Eyjafjörð og svo hjá Námsmatsstofnun og þar er ég ennþá. Það vinn ég við tölfræðilega útreikninga, rannsóknir og skýrsluskrif fyrir hið opinbera. Stefnan er þó tekin á meira nám og er ég núna (haustið 2010) að undirbúa umsóknir í skóla í Bandaríkjunum og nokkrum löndum í Evrópu. Draumurinn er að komast í Ph.D. nám til Bandaríkjanna, sem margir kalla ,,Mekka“ sálfræðinnar.
Áhugamál mín hafa alltaf verið íþróttir og tónlist, alveg síðan ég man fyrst eftir mér. Seinna á lífsleiðinni (þó ekki löng sé) hefur áhugamálunum fjölgað en í fyrsta sæti eru þó alltaf íþróttir. Á mínum yngri árum æfði fótbolta, sund, golf og meira að segja badminton.


Mínar skemmtilegustu minningar úr Víkinni fögru eru aðallega tengdar sumrinu. Þegar maður gat hangið á bryggjunni allan liðlangan daginn og veitt marhnúta en aðallega þó til þess að safna þeim í kar með vatni eða skera þá upp og rannsaka örlítið. Einnig á ég ófáar góðar minningarnar af golfvellinum þar sem maður var tíður gestur eftir níu ára aldurinn.

Nafn: Karl Fannar Gunnarsson
Aldur: 27 ára.
Maki: Engin
Börn: Engin
Starf: Deildarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun.
Draumabíllinn:Það mun vera Porsche 911 árgerð 1966, blæjubíll.
Draumahúsið: Gamalt hús frá 1850 sem staðsett er í miðborg Santiago Del Estero (Argentínu).
Draumastundin:Þegar ég eignaðist lítinn bróðir sem ég var búinn að bíða mikið eftir.
Fallegasti staðurinn: Veröndin heima á fallegu ágúst kvöldi, alveg magnað útsýni!
Uppáhalds matur: Maturinn hennar mömmu.
Uppáhalds drykkur: Hámark og vatn með limedropum
Uppáhalds íþróttarfélag: UMFB og Liverpool.
Uppáhalds íþróttarmaður: Gunnar Nelson, Braulio Estima og Michael Phelps
Bókin á náttborðinu: IRT for Pshychologists og hún er búinn að vera þar lengi!
Hvaða kvikmynd horfðir þú á síðast: Brooklyn´s finest, ágætis afþreying.
Diskurinn í græjunum: Upp á síðkastið Trúbrot (nokkrir diskar með þeim).
Lífsmottó: Vertu þakklátur og stoltur fyrir það sem þú hefur gert vel og lærðu af því sem þú gerðir ekki eins vel.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.