

Vinna við gerð strandsvæðiaskipulags á Vestfjörðum stendur yfir.
Hvernig nýtir þú strandsvæði Vestfjarða? Hverjar eru þínar hugmyndir fyrir framtíð svæðisins?
Ábyrgð á gerð skipulagsins er í höndum svæðisráðs en Skipulagsstofnun vinnur að gerð skipulagsins í umboði þess.
Sett hefur verið upp samráðsvefsjá til þess að kanna og afla upplýsinga um hvernig einstaklingar og fyrirtæki nota svæðin til útivistar og annarrar hagnýtingar, svo sem nýtingu hlunninda, eða til siglinga og kajakróðurs.
Um leið er leitað eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila varðandi framtíðarnýtingu og -vernd svæða.
Upplýsingarnar sem þátttakendur leggja til verða hafðar til hliðsjónar við mótun strandsvæðisskipulags á svæðunum.
Samráðsvefsjáin verður opin til 4. júní og hún er aðgengileg á hafskipulag.is.
